Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, óttast að versnandi lánsfjárþörf ríkissjóðs valdi ruðningsáhrifum á skuldabréfamarkaði.

Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði, óttast að versnandi lánsfjárþörf ríkissjóðs valdi ruðningsáhrifum á skuldabréfamarkaði. Óvíst sé hvort kjör annarra útgefenda muni batna þegar og ef vaxtalækkunarferli hefst. Samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var fyrr á árinu versnar lánsfjárjöfnuður næstu árin mikið frá fyrri áætlun.

„Á árinu 2025 og 2026 eru gríðarstórir gjalddagar auk víxlana sem eru allt of dýr fjármögnun til að réttlæta til lengri tíma í jafnmiklum mæli. Að viðbættri lánsfjárþörf samkvæmt fjármálaáætlun, sem er að miklu leyti óútfærð, gæti ríkissjóður því verið með hátt í 800 milljarða fjármögnunar- og endurfjármögnunarþörf næstu tvö árin, auk þess sem óvissa er um uppgjör 230 milljarða króna covid-lánveitingar Íbúðalánasjóðs til ríkisins ef ætlunin er að setja sjóðinn í slit.”