Berglind Gunnarsdóttir Strandberg
Berglind Gunnarsdóttir Strandberg
Foreldrahúsi hefur verið tryggður öruggur rekstur næstu mánuði. Foreldrahús mun því ekki þurfa að loka og getur boðið upp á þjónustu í allt sumar.

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
vally@mbl.is

Foreldrahúsi hefur verið tryggður öruggur rekstur næstu mánuði. Foreldrahús mun því ekki þurfa að loka og getur boðið upp á þjónustu í allt sumar.

„Ég hef verið að vinna í því að koma göngudeildarúrræði okkar á fjárlög svo hægt sé að beina allri athygli að þeirri brýnu þörf sem í samfélaginu ríkir í dag þegar kemur að neyslu og áhættuhegðun ungs fólks í landinu,” segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg forstöðumaður Foreldrahúss.

Hún segir mikið að gera hjá Foreldrahúsi og að það sé opið í fyrsta sinn í áratug yfir sumarið hjá þeim. „Við gátum ekki lokað alveg, það er það mikið af nýjum tilvikum að koma upp núna en undanfarin ár höfum við verið að taka á móti krökkum sem eru í harðari neyslu en áður, glæpagengjum og ýmsum sem eru með vopn á sér,” segir Berglind.

Skjólstæðingar Foreldrahúss í fyrra voru yfir fimm hundruð en starfsmenn eru alls fjórir.

Ungir drengir finna sig ekki í skólakerfinu

Berglind segir allt of algengt að börn, og þá sér í lagi ungir drengir, finni sig ekki í skólakerfinu og verði þannig auðveld bráð fyrir glæpagengi sem hafa myndast hérlendis. Málin séu þess eðlis að Barnavernd hafi fyrst haft afskipti og sendi þau áfram til þeirra. Börnin komi þá inn með foreldrum sínum og Foreldrahús vinni alltaf með fjölskylduna heildstætt.

„Við megum svo sannarlega ekki láta stríðið í undirheimum sigra að þessu sinni,” segir Berglind, og bætir við að það sé engin skömm fólgin í því að leita aðstoðar með ungmenni í vanda.