Misjafnt gengi. A-AV

Misjafnt gengi. A-AV

Norður

♠ 85

♥ 753

♦ DG10

♣ Á9732

Vestur

♠ KD

♥KDG1042

♦ –

♣ KG1086

Austur

♠ Á4

♥ 96

♦9876543

♣ 54

Suður

♠ G1097632

♥ Á8

♦ ÁK2

♣ D

Suður spilar 4♠.

Eftir pass í austur opnar suður á 1♠ og vestur segir 2♠ (Michaels) til að lýsa yfir hjarta og láglit. Þannig byrjuðu sagnir á flestum borðum í þessu spili Evrópumótsins. Hvað svo gerðist fór eftir kerfi og stíl, en yfirleitt endaði baráttan í 4♠, oft dobluðum. Sá samningur vannst 11 sinnum og fór jafnoft niður. Hjartakóngur út.

Víða drap sagnhafi strax á hjartaás og fór inn í borð á lauf til að spila trompi þaðan. Nú þarf vörnin að vera hnitmiðuð: Austur verður að dúkka og síðan að trompa þriðja hjartað með ás! Þannig fást þrír slagir á tromp og einn á hjarta.

Þar sem vörnin brást gerðist eitt af þrennu: (1) austur stakk upp spaðaás, (2) vestur „faldi” spaðadrottninguna með því að drepa á spaðakóng, (3) austur „gleymdi” að trompa þriðja hjartað með ásnum.