Svartmálmshátíðin Ascension Festival, sem stærir sig af „einstakri upplifun, mystík og dulspeki”, hefst í dag, 3. júlí.

Svartmálmshátíðin Ascension Festival, sem stærir sig af „einstakri upplifun, mystík og dulspeki”, hefst í dag, 3. júlí, og stendur til 6. júlí í Hlégarði, Mosfellsbæ. Fram koma 30 hljómsveitir frá 13 löndum og meðal íslenskra hljómsveita má nefna Kæluna Miklu og Misþyrmingu. En af erlendum sveitum má nefna Oranssi Pazuzu, Emptiness, Afsky og Inferno. „Hátíðin leggur ríka áherslu á íslenskan jafnt og erlendan svartmálm en ekki síður fjölbreytta og tilraunakennda tónlist. Mikið verður lagt í að upplifun hátíðarinnar verði eftirminnileg og skapi sérstöðu í hugum hátíðargesta,” segir í tilkynningu.