Gleypisvíning. A-Allir

Gleypisvíning. A-Allir

Norður

♠ ÁK73

♥ ÁD98

♦ D6

♣ D94

Vestur

♠ 42

♥ K10743

♦ 107

♣ 7632

Austur

♠ 10986

♥ 652

♦ KG4

♣ G108

Suður

♠ DG5

♥ G

♦ Á98532

♣ ÁK5

Gleypisvíning. A-Allir

Suður spilar 6♦.

„Efnislega,” sagði Magnús mörgæs og skar vínarbrauðslengjuna í ræmur. „Efnislega virðist þetta vera spurning um kóng annan eða þriðja réttan í trompi.”

Slemma var víða sögð í þessu spili Evrópumótsins og fór yfirleitt einn niður, enda tígullegan ekki „efnislega” eftir bókinni. Tveir sagnhafar unnu þó 6♦ og var annar þeirra Sigurbjörn Haraldsson í viðureign við Hollendinga. Bessi fékk út lauf, sem hann tók heima og spilaði ♦8 að drottningu í blindum. Þegar vestur fylgdi átakalaust með ♦7 taldi Bessi ólíklegt að hann ætti kónginn og skipti yfir í gleypisvíningu – setti lítið úr borði og austur fékk á gosann. Síðar meir lét Bessi ♦D svífa fram hjá kóngnum og gleypti ♦10 vesturs í leiðinni.

„Glæsilega gert,” sagði Gölturinn og gleypti þrjár vínarbrauðsræmur í einum bita: „Þetta eru efnislega dálítið þunnar ræmur, Magnús minn.”