— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hátíðleg stund var á aðalvelli hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í gær er Landsmót hestamanna árið 2024 var formlega sett af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Hátíðleg stund var á aðalvelli hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í gær er Landsmót hestamanna árið 2024 var formlega sett af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiddi afar glæsilega fánareið af um hundrað knöpum og hestum frá 46 hestamannafélögum landsins og afreksfólki í hópi 21 árs og yngri.

Mikill mannfjöldi var í brekkunni við athöfnina og héldu báðir ráðherrar ræður ásamt Einari Þorsteinssyni borgarstjóra og Hirti Bergstað formanni Fáks.