Niðurstöður sögulegra þing- kosninga í Bretlandi verða ljósar í dag en þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær var Verka- mannaflokknum spáð stórsigri.

Niðurstöður sögulegra þing- kosninga í Bretlandi verða ljósar í dag en þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær var Verka- mannaflokknum spáð stórsigri. Gerðu útgönguspár ráð fyrir að flokkurinn myndi enda með 410 þingsæti af 650.

Íhaldsflokknum var aðeins spáð 131 þingsæti en ef spáin raunger- ist er um að ræða verstu kosn- ingaúrslit í nútímasögu flokksins.

„Þakkir til allra sem hafa unnið fyrir Verkamannaflokkinn í þessum kosningum, til allra sem kusu okkur og settu traust sitt á okkar breytta Verkamannaflokk,“ sagði Keir Starmer formaður Verkamannaflokksins á Twitter í kjölfar þess að útgönguspáin var birt.

Rishi Sunak, formaður Íhalds- flokksins og forsætisráðherra, tapar því Downing-stræti til Keirs Starmers ef útgönguspáin raun- gerist.