Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í gær í Astana, höfuðborg Kasakstan

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í gær í Astana, höfuðborg Kasakstan, og sammæltust um að standa saman sem mótvægi gegn áhrifum Vesturlanda á sviði alþjóðamála og að breytinga mætti vænta í stjórnskipan heimsins, þar sem Rússland, Kína og bandamenn þeirra tækju veigameiri þátt í öryggismálum á alþjóðavettvangi.

Þetta kom fram á fundi þjóða sem tilheyra SCO-samtökunum, sem telja meðal annars Hvíta-Rússland og Íran.