Hamfarir. Gervihnattarmynd sýnir ógnvænlegan hvirfilbylinn Beryl ganga yfir Jamaíka í vikunni.
Hamfarir. Gervihnattarmynd sýnir ógnvænlegan hvirfilbylinn Beryl ganga yfir Jamaíka í vikunni. — AFP/NOAA/GOES
Hvirfilbylurinn Beryl gengur yfir Karíbahafið og hefur hingað til orðið hið minnsta sjö manns að bana.

Hvirfilbylurinn Beryl gengur yfir Karíbahafið og hefur hingað til orðið hið minnsta sjö manns að bana. Hvirfilbyljir af stærðargráðu Beryl eru sjaldséðir á Atlantshafi á þessum tíma árs.

Beryl reið yfir suðurströnd Jamaíka í fyrradag og sló út rafmagn hjá liðlega 400.000 manns. Ralph Gonsalves, forsætisráðherra Sankti Vinsent og Grenadínu, sagði meginþorra íbúa eyríkjanna án rafmagns og að liðlega helmingur íbúa hefði ekki aðgang að vatni. Hið minnsta þrír létu lífið á eyjunni Grenada þar sem bylurinn reið yfir á mánudaginn, einn lét lífið á Sankti Vinsent og Grenadínu og þrír hafa látið lífið í Venesúela.

Atlantshafið er um einni til þremur gráðum hlýrra en talið er venjulegt. Hækkandi hitastig sjávar stuðlar að fleiri og öflugri hvirfilbyljum og er Beryl, meðal annars, sagður vera afleiðing þeirra hækkunar.