Lélegar málsbætur. A-NS

Lélegar málsbætur. A-NS

Norður

♠ K

♥ ÁDG83

♦ 92

♣ KG876

Vestur

♠ DG1096

♥ 5

♦ G10754

♣ Á9

Austur

♠ 8743

♥ 109762

♦ Á63

♣ 10

Suður

♠ Á52

♥ K4

♦ KD8

♣ D5432

Suður spilar 5♣.

Ekki er að sjá að það þurfi einhverja sérstaka galdravörn til að hnekkja 5♣: Vestur kemur út með einspilið í hjarta, drepur svo strax á laufás, spilar makker sínum inn á tígulás og fær stungu. Getur ekki einfaldara verið. Eða hvað?

Ja, þetta er fjórhentu borði. Á tvíhentu borði er þetta ekki svona blátt áfram, því auðvitað gæti vestur reynt að koma makker sínum inn á spaðaás, rétt eins og tígulás. Það gerðist í fjölmörgum leikjum Evrópumótsins. Málsbætur voru þær að vestur hafði sagt spaða og fengið litinn studdan.

Norðmennirnir Helgemo og Grude leystu málið á rökréttan hátt og hafði austur þó stutt spaðann rækilega: Sagnhafi drap hjartaútspilið í borði og Helgemo í austur lét tvistinn í slaginn – meint og skilið sem hliðarkall í tígli.