Vínyll var stofnuð árið 1997, en hún gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum og fram yfir aldamót, þá sérstaklega í rokksenunni. Hljómsveitina skipa bræðurnir Kristinn Júníusson söngvari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari, ásamt Arnari Davíðssyni…

Vínyll var stofnuð árið 1997, en hún gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum og fram yfir aldamót, þá sérstaklega í rokksenunni. Hljómsveitina skipa bræðurnir Kristinn Júníusson söngvari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari, ásamt Arnari Davíðssyni bassaleikara, Þórhalli Bergmann hljómborðsleikara og Agli Tómassyni gítarleikara.

Kristinn samdi textann að laginu að mestu leyti, en Arnar segir í samtali við K100 að lagið fjalli um það að fagna lífinu.