Þorvarður Jón Guðmundsson húsasmíðameistari var fæddur í Reykjavík 13. september 1953. Hann lést á Landspítalanum 2. júlí 2024.

Foreldrar hans eru Guðmundur Jónsson óperusöngvari, f. 1920, d. 2007 og Þóra Haraldsdóttir húsmóðir, f. 1925, d. 1982.

Systur Þorvarðar eru Ástríður Guðmundsdóttir, f. 30. mars 1947 og Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. apríl 1958.

Eftirlifandi maki Þorvarðar er Áslaug Guðmundsdóttir, f. 28. nóvember 1949 og giftust þau 22. nóvember 1975.

Þorvarður og Áslaug eignuðust tvo syni: 1) Harald Þorvarðarson, f. 1. febrúar 1977, maki Sigrún Dögg Þórðardóttir. Börn Birta, Kolbeinn Ari og Svala Rún.

2) Jón Þór Þorvarðarson, f. 5. janúar 1982, maki Hrafnhildur Ýr Daðadóttir. Börn Aron og Indriði.

Útför Þorvarðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. júlí 2024, klukkan 13.

Elsku afi, söknuðurinn er sár en minningar um góðan afa lifa.

Þú hafðir mikinn áhuga á fótbolta og íþróttum almennt og fylgdist vel með okkur í fótboltanum. Við trúum því að þú haldir áfram að fylgjast með okkur og hafi fengið besta plássið í VIP-stúkunni.

Takk fyrir að gera bestu afabollurnar eða bollur Bankok eins og þú kallaðir þær. Við vitum að amma er með „leyni“-uppskriftina og mun halda þeim á lofti!

Fel þú, Guð, í faðminn þinn,

fúslega hann afa minn.

Ljáðu honum ljósið bjarta,

lofaðu hann af öllu hjarta.

Leggðu yfir hann blessun þína,

berðu honum kveðju mína.

(L.E.K.)

Aron Jónsson Indriði Jónsson.