Bankasýsla ríkisins hefur verið starfrækt mun lengur en áætlað var.
Bankasýsla ríkisins hefur verið starfrækt mun lengur en áætlað var. — Morgunblaðið/Kristinn
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýslu ríkisins verði felld úr gildi og að verkefni hennar verði um leið flutt til fjármálaráðuneytisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýslu ríkisins verði felld úr gildi og að verkefni hennar verði um leið flutt til fjármálaráðuneytisins. Fram kemur að um sé að ræða litla stofnun með lágmarksstarfsemi sem hafi að mestu lokið þeim verkefnum sem henni var ætlað. Ekki þykir forsvaranlegt að starfrækja stofnunina áfram og eru áformin í samræmi við yfirlýsingu stjórnarflokka frá árinu 2022.

Bankasýsla ríkisins var stofnuð með fyrrgreindum lögum árið 2009 en hún fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og leggur þeim til fé fyrir hönd ríkisins á grundvelli heimilda í fjárlögum. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnunin myndi ljúka hlutverki sínu á fimm árum.