Leiðtogafundur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Leiðtogafundur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. — AFP/Kevin Dietsch
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst í gær en hann er haldinn á 75 ára afmæli bandalagsins. Leiðtogar frá öllum 32 aðildarríkjum NATO, þar á meðal Íslandi, sækja fundinn. Leiðtogafundurinn er að þessu sinni haldinn í Washington í…

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst í gær en hann er haldinn á 75 ára afmæli bandalagsins. Leiðtogar frá öllum 32 aðildarríkjum NATO, þar á meðal Íslandi, sækja fundinn. Leiðtogafundurinn er að þessu sinni haldinn í Washington í Bandaríkjunum, þar sem sáttmálinn um Atlantshafsbandalagið var undirritaður.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO og Joe Biden Bandaríkjaforseti fluttu ræður á opnunarathöfninni í gær. Þar hét Biden auknum stuðningi við Úkraínumenn í stríði þeirra við Rússa.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var þar einnig viðstaddur en hann sagði við Morgunblaðið í gær að fundurinn væri sögulegur á marga vegu, einkum vegna stríðsins í Úkraínu en einnig með tilliti til nýlegrar inngöngu Svía og Finna í bandalagið.

Forsætisráðherrann kveðst vilja sjá skýrari skilaboð um samstöðu aðildarríkja og langtímastuðning við Úkraínu í kjölfar fundarins. » 11