Gunnar J. Straumland bauð okkur velkomin á Boðnarmjöð með góðum skáldskap og kallar Dróttkveðna sólarvon: Ljósið kóf upp leysir lægir vind og hægir, teygir ský og togar trafið yfir hafi. Grámans fölnar gríma glampar jarðar lampi, glóð á himni gleður glitra sálar litir

Gunnar J. Straumland bauð okkur velkomin á Boðnarmjöð með góðum skáldskap og kallar Dróttkveðna sólarvon:

Ljósið kóf upp leysir

lægir vind og hægir,

teygir ský og togar

trafið yfir hafi.

Grámans fölnar gríma

glampar jarðar lampi,

glóð á himni gleður

glitra sálar litir.

Áður hafði Gunnar ort:

Í sólbaði sit ég og glói

sáttur, þó varla það tjói,

því nágrannar spurðu

með nokkurri furðu:

„Er þetta albinói?“

Helgi Ingólfsson yrkir um samnefnda fornsagnakappa:

Mig vantar snöggt rímorð við „röndóttur“

og rifja strax upp þarna „bröndóttur“.

En grimmt skal hér lagt að:

Í Grettlu er sagt að

á Ögðum bjó höfðinginn Öndóttur.

Grettla er góð fyrir stráka

sem grufla í fræðum og káka.

En stagla ég má

því stórbokkinn sá

bar auknefnið Öndóttur kráka.

Öndóttur kráka hét annar

og ekki samt voru þeir grannar.

Við skagfirskan sand

sá seinni nam land

séu frásagnir fornaldar sannar.

Tæplega voru þeir vinir

og vart samt nein skauð eða linir.

Þó þykir mér best

og býsnin öll mest

að báðir voru' Erlingssynir.

Limra eftir Eyjólf Ó. Eyjólfsson:

Nakin skreið Nilla frá Þúfu

um Neskaupstað allan á grúfu

og lögguna sló

út af laginu þó

hún hefði á kollinum húfu.

Fjórða riddarasaga eftir Hrólf Sveinsson:

Frú Rósa kom ríðandi á gelti

og yfir því vöngum velti

hvort hann væri fæða

sem í heild skyldi snæða,

því hún var í megrunar-svelti.

Hallmundur Guðmundsson yrkir og kallar Lífselexír:

Þegar heima þjáist ég

af þarmagusti‘ og ropa,

- úr innsta pússi út þá dreg;

írskan kaffisopa.

Eru skáldum arnfleygum¶æðri leiðir kunnar.¶En ég vel mér veginn um¶veldi ferskeytlunnar.¶Þegar skyggði á þóðarhag¶þrældómsmyrkrið svarta¶ferskeytlunnar létta lag¶lagði yl í hjarta.¶Meðan einhver yrkir brag¶og Íslendingar skrifa¶þetta gamla þjóðar-lag –¶það skal alltaf lifa.¶Þorgeir Magnússon segir: Eftir allan þennan fótbolta sé ég að hann gengur einkum út á tvennt:¶Þó að kosti krampaflog¶hvíld þeir ekki ljá sér¶við að krækja í knöttinn og¶kom' honum síðan frá sér.¶Hestavísur eftir síra Guðmund Torfason prest á Torfastöðum:¶Hnakka slyngur goti grár¶grjót lét þjóta um foldu,¶makkann hringar fetafrár,¶fótum rótar moldu.¶Hófa snjöll á heyrast sköll,¶hrynja spjöll á kletta,¶ærast tröll, en færast fjöll¶fram á völlu slétta.¶Öfugmælavísan:¶Gott er að láta salt í sár¶og seila fisk með grjóti,¶best er að róa einni ár¶í ofsaveðri á móti¶Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is¶Halldór Blöndal