30 ára Sólveig fæddist á Ísafirði og ólst upp fyrstu tvö árin á Flateyri. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og hún gekk í Seljaskóla upp í fimmta bekk en þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Þar fór hún í Giljaskóla og þaðan í Verkmenntaskólann

30 ára Sólveig fæddist á Ísafirði og ólst upp fyrstu tvö árin á Flateyri. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og hún gekk í Seljaskóla upp í fimmta bekk en þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Þar fór hún í Giljaskóla og þaðan í Verkmenntaskólann. Sólveig var mikið fyrir íþróttir sem barn. Hún spilaði fótbolta með Val þegar hún bjó í Reykjavík en fór svo í Þór á Akureyri.

Sólveig kynntist eiginmanni sínum í Verkmenntaskólanum og á síðasta ári skólans var hún barnshafandi að fyrsta barni þeirra. Þau hófu sambúð og bjuggu fyrst á Akureyri og tveimur árum síðar kom önnur dóttir þeirra í heiminn. Sólveig var heimavinnandi húsmóðir og sá um börnin eftir því sem fjölgaði á heimilinu. Fjölskyldan flutti í Hörgársveit fyrir fjórum árum, en þar höfðu þau byggt sér hús. Núna vinnur Sólveig á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Helstu áhugamál Sólveigar er útivist og að vera með fjölskyldunni og hún er þegar búin að smita dæturnar af íþróttaáhuganum. „Tvær elstu dætur mínar æfa fótbolta og fimleika en sú yngsta er ekki byrjuð enn þá, enda bara tveggja ára,“ segir hún og hlær.

Fjölskylda Eiginmaður Sólveigar er Júlíus Karl Svavarsson, smiður og þau eiga dæturnar Evu Ísold, f. 2017; Söru Líf, f. 2015 og Emmu Móey, f. 2022.