England og Holland mætast í síðari undanúrslitaleiknum á Evrópumóti karla í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19. Sigurliðið mun leika úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöldið

England og Holland mætast í síðari undanúrslitaleiknum á Evrópumóti karla í fótbolta í Dortmund í Þýskalandi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19. Sigurliðið mun leika úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöldið. Englendingar eru enn taplausir á mótinu, hafa reyndar aðeins unnið einn leik af fimm í venjulegum leiktíma, en Holland tapaði einum leik í riðlakeppninni og hefur síðan slegið út Rúmeníu og Tyrkland.