England Jason Daði Svanþórsson er kominn í hafnarborgina kunnu.
England Jason Daði Svanþórsson er kominn í hafnarborgina kunnu. — Ljósmynd/Grimsby Town
Enska knattspyrnufélagið Grimsby Town kynnti í gær Jason Daða Svanþórsson til leiks sem nýjan leikmann en Jason hefur samið við félagið til tveggja ára. Grimsby leikur í D-deildinni, endaði þar í 21

Enska knattspyrnufélagið Grimsby Town kynnti í gær Jason Daða Svanþórsson til leiks sem nýjan leikmann en Jason hefur samið við félagið til tveggja ára. Grimsby leikur í D-deildinni, endaði þar í 21. sæti af 24 liðum og var skammt frá því að falla út úr deildakeppninni. Jason er markahæsti leikmaður Breiðabliks í Bestu deildinni í ár með 5 mörk og hefur skorað 26 mörk í 82 leikjum fyrir Blika í deildinni síðan hann kom frá Aftureldingu í ársbyrjun 2021.