Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var kynntur til leiks hjá enska B-deildarfélaginu Preston North End í gær. Preston keypti hann af Silkeborg og Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en dreif sig síðan til Spánar …
Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var kynntur til leiks hjá enska B-deildarfélaginu Preston North End í gær. Preston keypti hann af Silkeborg og Stefán skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en dreif sig síðan til Spánar til að hitta nýja liðsfélaga sína þar í æfingabúðum. Preston endaði í 10. sæti B-deildar síðasta vetur og mætir Sheffield United á heimavelli í fyrsta leik nýs tímabils föstudaginn 9. ágúst.