Gistinóttum fækkar 15% milli ára.
Gistinóttum fækkar 15% milli ára. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skráðar gistinætur á Íslandi í maí voru 611.000, sem er um 15% minna en á sama tímabili í fyrra, voru þær 720.000. Fjöldi gistinátta á hótelum var 385.800 sem er 7,1% minna en í maí í fyrra, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar

Skráðar gistinætur á Íslandi í maí voru 611.000, sem er um 15% minna en á sama tímabili í fyrra, voru þær 720.000. Fjöldi gistinátta á hótelum var 385.800 sem er 7,1% minna en í maí í fyrra, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Töluverður samdráttur var í hótelgistingum í öllum landshlutum, en hann var hlutfallslega mestur á Austurlandi, eða -24% og á Suðurnesjum -18%. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig 5,2% fækkun.