Norður ♠ -- ♥ ÁDG2 ♦ 542 ♣ Á108542 Vestur ♠ K7 ♥ K1098653 ♦ D86 ♣ 6 Austur ♠ ÁD8653 ♥ 4 ♦ KG1093 ♣ 9 Suður ♠ G10942 ♥ 7 ♦ Á7 ♣ KDG73 Suður spilar 7♣

Norður

♠ --

♥ ÁDG2

♦ 542

♣ Á108542

Vestur

♠ K7

♥ K1098653

♦ D86

♣ 6

Austur

♠ ÁD8653

♥ 4

♦ KG1093

♣ 9

Suður

♠ G10942

♥ 7

♦ Á7

♣ KDG73

Suður spilar 7♣.

„Ekki eitt einasta par spilaði sex lauf!“ Magnús mörgæs er ekki tilfinningasamur maður en þetta spil Evrópumótsins kom honum verulega á óvart. Algengasti samningurinn í opna flokknum var 3♥ í vestur, einn niður. Hvað kom til?

Skýringin er í sjálfu sér einföld: Suður opnaði á 1♠, vestur hindraði í 3♥ og norður gildrupassaði. Suður á ekki sterka opnun en flestir dobluðu þó af skyldurækni og norður passaði glaður.

Ekkert par náði 6♣ en eitt par komst í 7♣! Þar voru á ferð Færeyingarnir Arne Mikkelsen og Simun Lassaberg í leik við Frakka. Arne kaus að opna á laufi frekar en spaða. Vestur sagði 3♥ og þegar sú sögn kom aftur til suðurs vildi Arne ekki þegja lengur yfir spaðalitnum og sagði 3♠. Simun sá ekki að hann kæmist langt í vísindalegum rannsóknum og tók einfaldlega stangarstökk í sjö! Þrettán slagir með svíningu í hjarta.