Fríða Freyja Frigg
Fríða Freyja Frigg
Myndlistarkonan Fríða Freyja Frigg opnar sýninguna Hvað býr að baki í Iðnó á morgun, 14. júlí, klukkan 14 til 19. Hún hefur starfað við málverkið síðastliðin 24 ár, að því er fram kemur í tilkynningu

Myndlistarkonan Fríða Freyja Frigg opnar sýninguna Hvað býr að baki í Iðnó á morgun, 14. júlí, klukkan 14 til 19. Hún hefur starfað við málverkið síðastliðin 24 ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Á þessari sýningu vinnur myndlistarkonan á grunni eldri málverka og búa þau því að baki þeirra nýju. Þetta má „setja í samhengi við lífsins ferðalag, þar sem allt sem við höfum upplifað getur orðið til þess að úr verði vöxtur“, segir í sýningartexta.