Nicolas Cage bregður á leik á rauða dreglinum.
Nicolas Cage bregður á leik á rauða dreglinum. — AFP/Matt Winkelmeyer
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Raðmorðingi leikur lausum hala. Eins og flestir slíkir gegnir hann viðurnefni innan raða lögreglu, Longlegs ellegar Spóaleggur. Alríkislögreglumaðurinn Lee Harker er á hælum hans en bregður að vonum í brún þegar á daginn kemur að hún tengist morðingjanum

Raðmorðingi leikur lausum hala. Eins og flestir slíkir gegnir hann viðurnefni innan raða lögreglu, Longlegs ellegar Spóaleggur. Alríkislögreglumaðurinn Lee Harker er á hælum hans en bregður að vonum í brún þegar á daginn kemur að hún tengist morðingjanum. Góð ráð eru dýr og Harker má hafa sig alla við til að koma í veg fyrir annað morð á fjölskyldumeðlimi.

Þannig er þræðinum lýst í nýrri bandarískri hrollvekju, Longlegs ellegar Spóalegg, eftir Osgood Perkins. Nicolas Cage fer með titilhlutverkið en Maika Monroe leikur Lee Harker. Af öðrum leikurum má nefna Blair Underwood og Aliciu Witt.

Myndinni hefur verið lýst sem mestu hrollvekju áratugarins og bíógestir ýmist hvattir til að kaupa sér miða strax eða sleppa því alfarið. Allt eftir þoli viðkomandi fyrir limlestingum og almennum hryllingi.