30 ára Gylfi Þór fæddist í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Hvaleyrarskóla. Hann segir það hafa verið gott að alast upp í Hafnarfirði og hann hafi verið svolítið í íþróttum og spilaði aðeins handbolta með Haukum

30 ára Gylfi Þór fæddist í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Hvaleyrarskóla. Hann segir það hafa verið gott að alast upp í Hafnarfirði og hann hafi verið svolítið í íþróttum og spilaði aðeins handbolta með Haukum. Hann fór í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði þar rafvirkjun og fór þaðan í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lærði rafiðnfræði. Í dag starfar hann hjá Lumex sem raflagnahönnuður.

Gylfi Þór hefur mikinn áhuga á golfi og segist hafa spilað það lengi, mest með föður sínum og bræðrum. „Við spilum mest í Kiðaberginu og golfið er frábær íþrótt í góðum félagsskap.“ Hann hefur annað sérstakt áhugamál en það er að safna listaverkum. Þegar hann er spurður hvar hann hafi fengið þann áhuga segir hann að hann hafi eitt sinn verið að vinna fyrir mann sem átti mörg falleg listaverk og þar hafi áhuginn kviknað. Hann segist safna bæði verkum eftir unga listamenn og eldri meistara, og segir að söfnunin sé meira vegna listarinnar en sem fjárfesting. „Maður tímir aldrei að selja neitt af þessu,“ segir hann.

Fjölskylda Eiginkona Gylfa er Eva Björk Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1996, og þau eiga börnin Írisi Lilju, f. 2021, og Birni Daníel, f. 2023. Foreldrar Gylfa eru Íris Björk Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og Pétur Þórarinsson, byggingarverktaki í Hafnarfirði.