Tvennar kosningar voru nýlega háðar í Evrópulöndum, 30. júní og 7. júlí í Frakklandi og 4. júlí í Bretlandi. Af einhverjum ástæðum hafa vinstri menn á Íslandi rangtúlkað úrslitin sem sérstaka vinstri sigra

Tvennar kosningar voru nýlega háðar í Evrópulöndum, 30. júní og 7. júlí í Frakklandi og 4. júlí í Bretlandi. Af einhverjum ástæðum hafa vinstri menn á Íslandi rangtúlkað úrslitin sem sérstaka vinstri sigra.

Í Frakklandi sameinuðust vinstri flokkar í seinni umferð til að þrautnýta kosningafyrirkomulagið, en bandalag þeirra tapaði þrátt fyrir það 6%. Kjörsókn var talsvert meiri þá en í fyrri umferð. Miðflokkur Macrons tapaði 14% í seinni umferð, en miðflokkur gaullista 4%. Þjóðfylking Marine Le Pens bætti hins vegar við sig 20% í seinni umferð frá því í síðustu kosningum. Hún hlaut hins vegar ekki meiri hluta á franska þinginu eins og hún hafði vonað.

Í Bretlandi bætti Verkamannaflokkurinn við sig tæpum 2% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn innan við 1%, þótt flokkarnir hefðu lengi verið í stjórnarandstöðu. Undir forystu sir Keir Starmers hlaut Verkamannaflokkurinn lægra hlutfall en í síðustu kosningum. Íhaldsflokkurinn tapaði miklu fylgi, 20%, enda ráðvilltur og sjálfum sér sundurþykkur. Sigurvegari kosninganna var flokkur Nigel Farages, sem bætti við sig 12% og varð þriðji stærsti flokkurinn.

Í báðum löndum töpuðu mið- og hægri flokkar, sem hafa að engu vilja kjósenda um að stöðva hömlulausan straum hælisleitenda frá múslimalöndum og þróunina í átt til miðstýringar í Evrópusambandinu, fylgi til hægri flokka.