Nikita Krúsjeff var hrakinn frá völdum í Sovétríkjunum haustið 1964.
Nikita Krúsjeff var hrakinn frá völdum í Sovétríkjunum haustið 1964. — AFP
Tvö af málgögnum kínversku stjórnarinnar réðust um miðjan júli 1964 harkalega á Nikita Krúsjeff leiðtoga Sovétríkjanna. Blöð þessi voru „Dagblað þjóðarinnar“ og „Rauði fáninn“, og sögðu þau að Krúsjeff berðist fyrir því að…

Tvö af málgögnum kínversku stjórnarinnar réðust um miðjan júli 1964 harkalega á Nikita Krúsjeff leiðtoga Sovétríkjanna. Blöð þessi voru „Dagblað þjóðarinnar“ og „Rauði fáninn“, og sögðu þau að Krúsjeff berðist fyrir því að innleiða auðvaldsstefnuna í Sovétríkjunum og að hann væri leiðtogi nýrrar forréttindastéttar borgaranna í andstöðu við verkalýðinn, að því er fram kom í Morgunblaðinu.

„Greinar þessar eru skrifaðar með tilvísun til opins bréfs kommúnistaflokks Sovétríkjanna frá 14. júlí í fyrra, og er fyrirsögnin í báðum blöðunum: „Um hinn falska kommúnisma Krúsjeffs og sögulegar kenningar hans fyrir heiminn". Er þar „endurskoðunarklíka Krúsjeffs“ sökuð um að hafa afnumið einræði öreiganna og rutt brautina fyrir endurreisn auðvaldsfyrirkomulagsins. Blöðin vísa á bug þeirri „fáránlegu skoðun“ að ekki sé lengur um neina stéttabaráttu að ræða í Sovétríkjum,“ sagði Mogginn.