Fótbolti Ekki mátti sjá að rigning hafi haft áhrif á gleðina hjá ungum keppendum á Símamótinu í Kópavogi í gær.
Fótbolti Ekki mátti sjá að rigning hafi haft áhrif á gleðina hjá ungum keppendum á Símamótinu í Kópavogi í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rok og rigning hafði engin áhrif á stemninguna á Símamótinu í gær, segir Hlynur Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks og forsvarsmaður mótsins. „Þetta gekk ljómandi vel, það blés aðeins en ég gat ekki séð að það hafi haft áhrif

Rok og rigning hafði engin áhrif á stemninguna á Símamótinu í gær, segir Hlynur Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks og forsvarsmaður mótsins.

„Þetta gekk ljómandi vel, það blés aðeins en ég gat ekki séð að það hafi haft áhrif. Stelpurnar voru bara mjög hressar,“ segir Hlynur.

Veðurspá morgundagsins er ekki mikið skárri en Hlynur telur það muni ekki hafa áhrif á gleði keppenda.

„Þetta hefur mestu áhrif á starfsfólkið og fólkið á hliðarlínunni. Stelpurnar mæta bara í þurrum búningum og hafa það gaman.“

Hápunktur gærdagsins var þó landsleikurinn á Laugardalsvelli, en KSÍ bauð öllum stelpunum á stórleik Íslands og Þýskalands.

„Það var alveg stórkostleg stemning á Laugardalsvelli og mikil gleði hjá stelpunum að sjá landsliðið.“