Vígsla Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson á Siglufirði.
Vígsla Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson á Siglufirði.
Mikið verður um dýrðir á Siglufirði þegar samtökin Veraldarvinir slá þar upp hátíð klukkan 14 í dag. Nýr strandhreinsibátur Veraldarvina verður vígður við hátíðlega athöfn. Hefur hann verið nefndur í höfuðið á rithöfundinum og blaðamanninum Hrafni Jökulssyni sem lést í september árið 2022

Mikið verður um dýrðir á Siglufirði þegar samtökin Veraldarvinir slá þar upp hátíð klukkan 14 í dag. Nýr strandhreinsibátur Veraldarvina verður vígður við hátíðlega athöfn. Hefur hann verið nefndur í höfuðið á rithöfundinum og blaðamanninum Hrafni Jökulssyni sem lést í september árið 2022. Hann gaf sig að starfi Veraldarvina við lok ævi sinnar.

Báturinn gegndi áður hlutverki dráttarbáts en athafnarmaðurinn Róbert Guðfinnsson gerði Veraldarvinum kleift að eignast fleyið. Það kemur í hlut Elísabetar Jökulsdóttur, systur Hrafns, að vígja bátinn. Við víxluna mun Elísabet frumflytja ljóð eftir Bubba Morthens sem skáldið samdi sérstaklega í tilefni hátíðarinnar í dag. Þá verður einnig frumflutt sjóferðabæn eftir listamanninn Snorra Ásmundsson.

22 þúsund sjálfboðaliðar

Í tilkynningu frá Veraldarvinum kemur fram að búist er við fjölda gesta og sjálfboðaliða frá 14 þjóðlöndum á hátíðina á Siglufirði. Margir þeirra hafa lagt Veraldarvinum lið við strandhreinsun. Veitingar verða í boði og föndur fyrir yngstu gesti hátíðarinnar.

Þórarinn Ívarsson stofnandi Veraldarvina hefur á rúmum 20 árum fengið til landsins allt að tvö þúsund sjálfboðaliða á ári hverju, 22 þúsund þegar allt er talið, sem einbeita sér að náttúruvernd. Hann er sáttur við nýja bátinn.

„Þetta fallega fley mun gagnast okkur vel við hreinsun strandlengjunnar. Við höfum saknað vinar okkar Hrafns frá því hann féll frá og ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum hvert sem hann fer. Róbert Guðfinnsson fær sérstakar þakkir fyrir hans framlag til þessa verkefnis.“