— Morgunblaðið/Ásdís
„Ég hef dáðst að þessu listformi og finnst þetta merkilegra listform en músík. Það er ekki alltaf hlegið í meðvirkni. Vitandi það að ég er góður á sviði en á samt móment sem eru erfið og það gerist reglulega með uppistandara

„Ég hef dáðst að þessu listformi og finnst þetta merkilegra listform en músík. Það er ekki alltaf hlegið í meðvirkni. Vitandi það að ég er góður á sviði en á samt móment sem eru erfið og það gerist reglulega með uppistandara. En þetta hræddi mig smá. Salur af þegjandi fólki á tónleikum getur verið geðveikt en salur af þegjandi fólki á uppistandi er hræðilegt. Svo þegar ég var óöruggur í partýjum fór ég að þróa þetta með mér, þá fór ég að blaðra,“ segir Gauti og útskýrir hvernig hann komst inn í grínista- og uppistandssenuna í upphafi hér á landi. „Svo talaði ég við Sögu Garðars um þetta og hún hvatti mig til að láta vaða. Svo fór ég að prófa ýmislegt í kjölfarið og það gekk ótrúlega vel.“ Lestu meira á K100.is.