Suits Mike Ross er ein aðalpersónan.
Suits Mike Ross er ein aðalpersónan.
Suits eru bandarískir þættir um lögfræðinga. Þáttaröðin er samt miklu flóknari en það en einn af aðaleikurunum fer með hlutverk Mike Ross, sem er vinnandi lögfræðingur án gráðu. Suits var í sjónvarpinu frá árinu 2011 til ársins 2019 og komu út heilar níu þáttaraðir

Jökull Þorkelsson

Jökull Þorkelsson

Suits eru bandarískir þættir um lögfræðinga. Þáttaröðin er samt miklu flóknari en það en einn af aðaleikurunum fer með hlutverk Mike Ross, sem er vinnandi lögfræðingur án gráðu. Suits var í sjónvarpinu frá árinu 2011 til ársins 2019 og komu út heilar níu þáttaraðir.

Suits snýst samt um margt meira en að Mike Ross sé ekki lögfræðingur. Þættirnir kafa mjög djúpt inn í fjölskyldutengsl sem og andlega heilsu. Ég er sjálfur á áttundu þáttaröð og er alveg heltekinn. Hvernig framleiðendur ná að tengja lögfræðivinnu við hversdagsleikann er merkilega vel gert.

Í kringum fjórðu seríu staðna þættirnir aðeins en í fimmtu og sjöttu er magnað að horfa á þá. Þær þáttaraðir veita mun meiri innsýn í heim persónanna maður kynnist þeim betur.

Suits eru mjög bandarískir þættir og er alveg augljóst að um bandaríska menningu sé að ræða, en eins og margt tengt því landi er það ekki böggandi þegar kemur að þáttunum.

Suits reyna ágætlega mikið á einbeitingu áhorfandans en þeir eru mjög þægilegir áhorfs. Að slaka á eftir langan vinnudag og kveikja á Suits er yfirleitt ansi góð stund. Ef lesendur eru að leitast eftir því mæli ég með að gefa þáttunum séns.

Höf.: Jökull Þorkelsson