Angela Rayner
Angela Rayner
Áform um nýja kolanámu í Bretlandi verða ólíklega að veruleika eftir að ríkisstjórn Verkamannaflokksins ákvað að taka til varna í málaferlum um lögmæti leyfisveitingar. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins gaf heimild fyrir námunni árið 2022 en mál var höfðað þar sem lögmæti leyfisins var dregið í efa

Áform um nýja kolanámu í Bretlandi verða ólíklega að veruleika eftir að ríkisstjórn Verkamannaflokksins ákvað að taka til varna í málaferlum um lögmæti leyfisveitingar.

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins gaf heimild fyrir námunni árið 2022 en mál var höfðað þar sem lögmæti leyfisins var dregið í efa. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildum innan bresku ríkisstjórnarinnar að Angela Rayner varaforsætisráðherra, sem einnig fer með húsnæðis- og sveitarstjórnarmál, muni ekki taka til varna í málinu.

Áformað var að opna kolanámu í Whitehaven i norðvesturhluta Englands, þá fyrstu í áratugi.