Nýsköpun Stafræn tækni er að taka margt yfir með frumkvöðlastarfi.
Nýsköpun Stafræn tækni er að taka margt yfir með frumkvöðlastarfi. — Ljósmynd/Þóra Ólafs
Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova 2024. Tilkynnt var um hópa þessa á opnum viðburði í Grósku hugmyndahúsi á dögunum. Þar fengu frumkvöðlarnir fyrsta tækifærið til að kynna verkefnin fyrir…

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova 2024. Tilkynnt var um hópa þessa á opnum viðburði í Grósku hugmyndahúsi á dögunum. Þar fengu frumkvöðlarnir fyrsta tækifærið til að kynna verkefnin fyrir fjárfestum, fólki úr nýsköpunarumhverfinu og öðrum gestum.

Allar umsóknir fóru í gegnum langt og strangt ferli í yfirferð sem margir komu að.

Meðal hugmynda sem valdar voru til áframhaldandi þróunar og þátttöku var hugbúnaður fyrir íþróttamót barna og unglinga, þróun á jarðratsjá sem notar rafsegulbylgjur til að nálgast upplýsingar um undir yfirborði. Þá fékk stuðning hugbúnaðarlausn sem gerir verkefnastjórnun og fjárhagslegt utanumhald skilvirkara meðal þeirra sem starfa í svonefnda gigg-hagkerfinu.