Finnskur landamæravörður
Finnskur landamæravörður
Finnska þingið samþykkti í gær umdeild lög, sem heimila landamæravörðum að hindra för umsækjenda um alþjóðlega vernd yfir landamærin frá Rússlandi. Yfir 1.300 manns hafa komið með þessum hætti til landsins undanfarið ár og í vor gripu Finnar til þess ráðs að loka landamærunum

Finnska þingið samþykkti í gær umdeild lög, sem heimila landamæravörðum að hindra för umsækjenda um alþjóðlega vernd yfir landamærin frá Rússlandi. Yfir 1.300 manns hafa komið með þessum hætti til landsins undanfarið ár og í vor gripu Finnar til þess ráðs að loka landamærunum.

Finnsk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hvetja fólk frá löndum á borð við Sýrland og Sómalíu til að fara til Finnlands gegnum Rússlandi sem eins konar hefndaraðgerð vegna aðildar Finna að NATO. Þessu neita Rússar. Finnska ríkisstjórnin segir lögin, sem gilda í eitt ár, nauðsynleg til að hindra þetta þótt þau brjóti í bága við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar landsins.