Ingveldur Halldóra Benediktsen Húbertsdóttir, Inga Dóra, fæddist 28. október 1928. Hún lést 14. júní 2024. Útför Ingveldar fór fram í kyrrþey.

Amma mín.

Lillableikt á rúmum með bólstruðum göflum.

Buxnapressa og ísferðir með afa Nóa.

Piri-piri, snitsel og steiktar kartöflur.

Ilmandi lófar og hreinsuð lambabein.

Sinfónía og Þjóðleikhús með brjóstsykur í poka.

Framandi gersemar og nammi úr ferðatösku.

Sérrífrómas og draumterta – og sér fyrir mig.

Staðföst tvö sem sátu hjá í bergingunni.

Ís í boxi með heitri sósu og franskar með kryddi.

Harmonikuhurðir á Neshaganum.

Ástarbréf í leyni brennd og fílahjörð í stofu.

Sækja Tobbu á Freyjugötu, meiri ís og kisa.

Smjörlíkisstykki ófá sem kölluðu á nýjar höldur.

Kristalskálar, karöflur og súkkulaði úr silfri.

Peningabaukur við heimaskífusímann.

Síðasta rós sumarsins, þú varst amma mín.

Húbert Nói.