Hugsuður Cogito, ergo sum.
Hugsuður Cogito, ergo sum.
Milli þrjú og sjö á morgnana koma skilaboð. Ég hef lúmskt gaman af þessu og sérstaklega ef það er tengt ljóðum. Ég get ort en þetta er öðruvísi. Efling hugans heillar þig, hæfileika boða. Hugsi hver um sjálfan sig, sigrar við þá loða

Milli þrjú og sjö á morgnana koma skilaboð. Ég hef lúmskt gaman af þessu og sérstaklega ef það er tengt ljóðum. Ég get ort en þetta er öðruvísi.

Efling hugans heillar þig,

hæfileika boða.

Hugsi hver um sjálfan sig,

sigrar við þá loða.

Sjaldan býr til voða.

Hugarfóstur hrífur þann,

hvatning hinum smáða.

Sýndu mér þann mikla mann,

mætti hann þá ráða.

Mörgum hvöt til dáða

Upp er staðið, skoðum allt.

stefnum þannig hærra.

Upp á toppnum oft er kalt,

eflumst við hið stærra.

Smánum ei hið smærra.

Efumst ei um innri mátt,

innri röddin blífur.

Upp þá andinn afar hátt,

yfir öllu svífur.

Augnablikið hrífur.

Ég um mig frá mér til þín,

máttur alltaf streymi.

Eflist hjá þér sterkust sýn,

sjálfið alltaf teymi.

Sífellt áfram dreymi.

Ægir Geirdal Gíslason