Leikari Elfar Logi Hannesson.
Leikari Elfar Logi Hannesson.
Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, sýnir einleikinn Ariasman í húsnæði sínu á Þingeyri í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Næstu sýningar verða 25. júlí og 1. ágúst

Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, sýnir einleikinn Ariasman í húsnæði sínu á Þingeyri í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Næstu sýningar verða 25. júlí og 1. ágúst. „Ariasman er leikgerð sem er byggð á samnefndri sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari, um Baskavígin sem eru í raun fyrstu og vonandi einu fjöldamorð Íslandssögunnar. Þessir hrottalegu atburðir gerðust fyrir vestan haustið 1615 þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn á miskunnarlausan hátt af vestfirskum bændum undir forystu Ara Magnússonar, sýslumanns í Ögri, en Baskarnir þekktu hann undir nafninu Ariasman,“ segir í kynningu á sýningunni. Einleikinn flytur Elfar Logi Hannesson. Honum hefur verið boðið að sýna verkið á alþjóðlegri einleikahátíð í Kósovó sumarið 2025. Miðasala og nánari upplýsingar er á midix.is.