Íslandsmótið í golfi hefst í 83. sinn á Hólmsvelli í Leiru í dag. Metfjöldi kvenna tekur þátt á mótinu í ár en 57 konur verða meðal keppenda. Þá verða 96 karlar og því alls 153 keppendur. Mótið fer fram næstu fjóra daga en því lýkur á sunnudaginn

Íslandsmótið í golfi hefst í 83. sinn á Hólmsvelli í Leiru í dag. Metfjöldi kvenna tekur þátt á mótinu í ár en 57 konur verða meðal keppenda. Þá verða 96 karlar og því alls 153 keppendur. Mótið fer fram næstu fjóra daga en því lýkur á sunnudaginn. Mótið er haldið á Hólmsvelli í Leiru og er þetta í 21. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla hjá Golfklúbbi Suðurnesja, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli á þessu ári. Margir af fremstu kylfingum landsins taka þátt á mótinu. » 58