Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðaskógi, segist ekki hafa orðið vör við lúsmý í skóginum. Fyrr í vikunni var staðfest að lúsmý hefði fundist á Austurlandi í fyrsta skipti
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðaskógi, segist ekki hafa orðið vör við lúsmý í skóginum.
Fyrr í vikunni var staðfest að lúsmý hefði fundist á Austurlandi í fyrsta skipti.
„Við höfum ekki heyrt um að einhver hafi verið bitinn af lúsmýi,“ sagði Bergrún í samtali við mbl.is. Hún segir áhyggjur af lúsmýi á svæðinu ekki miklar þar sem skógurinn sé ekki kjörlendi fyrir fluguna. „Lúsmý þarf vatn til þess að fjölga sér og það getur ekki fjölgað sér í Lagarfljótinu því það er svo lítið lífríki þar,“ segir Bergrún.