Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Hollandi. Heimamaðurinn Rik Van Rootselaar (2.111) hafði svart gegn landa sínum Mees Van Osch (2.377). 62

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Hollandi. Heimamaðurinn Rik Van Rootselaar (2.111) hafði svart gegn landa sínum Mees Van Osch (2.377). 62. … Be2+! og hvítur gafst upp, t.d. verður hann mát eftir 63. Rxe2 g6+ 64. Kh6 Dh1# sem og eftir 63. g4 Dh7#. Í dag er 18. júlí en þá eiga margir merkir íslenskir skákmenn afmæli, meðal annars þrettánfaldi Íslandsmeistarinn í skák, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson. Hann hefur teflt á 15 Ólympíumótum eða á öllum slíkum mótum sem haldin hafa verið síðan árið 1992. Í haust verður hann ekki á meðal keppenda fyrir hönd íslenska landsliðsins en þá fer fram Ólympíumót í Búdapest í Ungverjalandi. Hannes tekur sjálfsagt þessari þróun mála með stillingu en hann hefur hingað til sýnt það að hann kemur alltaf til baka eftir tímabil lélegra úrslita.