Húsavík Jakob Gunnar Sigurðsson hefur skorað grimmt í sumar.
Húsavík Jakob Gunnar Sigurðsson hefur skorað grimmt í sumar. — Ljósmynd/KR
KR hefur gengið frá þriggja ára samningi við Húsvíkinginn unga Jakob Gunnar Sigurðsson. Hann klárar tímabilið með Völsungi og flytur síðan til Reykjavíkur fyrir næstu leiktíð. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall hefur Jakob skorað 11 mörk í 12 leikjum með Völsungi í 2

KR hefur gengið frá þriggja ára samningi við Húsvíkinginn unga Jakob Gunnar Sigurðsson. Hann klárar tímabilið með Völsungi og flytur síðan til Reykjavíkur fyrir næstu leiktíð. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall hefur Jakob skorað 11 mörk í 12 leikjum með Völsungi í 2. deildinni í fótbolta í sumar. Hefur hann sprungið rækilega út í ár, því hann var aðeins með eitt mark í sextán deildarleikjum í fyrra. Hann hefur leikið fyrir U17 ára landslið Íslands.