„Ég kem víst hvergi við sögu í nýju Íslandssögunni.“ Ég hef þá ekki tekið þátt í Íslandssögunni að því marki að mín sé getið í bókinni. Þessar eru merkingar orðasambandsins að koma við sögu
„Ég kem víst hvergi við sögu í nýju Íslandssögunni.“ Ég hef þá ekki tekið þátt í Íslandssögunni að því marki að mín sé getið í bókinni. Þessar eru merkingar orðasambandsins að koma við sögu. En þegar hér var komið sögu – ekkert „við“ – þýðir þegar hingað var komið eða á þessu stigi í atburðarás eða sögu.