Viðgerð Unnið að viðgerð á gólfi göngubrúarinnar yfir Jökulsá í Lóni.
Viðgerð Unnið að viðgerð á gólfi göngubrúarinnar yfir Jökulsá í Lóni. — Ljósmynd/Vegagerðin
Starfsmenn verktaka á vegum Vegagerðarinnar unnu nýlega að lagfæringum á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá á Lóni en brúin og önnur göngubrú yfir ána við Kollumúla skemmdust talsvert í óveðri sem gekk yfir Austurland í lok september 2022

Starfsmenn verktaka á vegum Vegagerðarinnar unnu nýlega að lagfæringum á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá á Lóni en brúin og önnur göngubrú yfir ána við Kollumúla skemmdust talsvert í óveðri sem gekk yfir Austurland í lok september 2022.

Göngubrúin við Eskifell er ein sú lengsta á landinu, 95 metra löng en starfsmenn Vegagerðarinnar byggðu hana árið 2004. Strax haustið 2022 var gert við brúna til bráðabirgða og sl. sumar var brúin við Kollumúla lagfærð.

Nú í sumar var síðan lokið við að gera við brúna við Eskifell að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Meðal annars voru allir gólfplankar endurskrúfaðir og samskeyti stálbita hert og yfirfarin. Einnig var múrað í skemmdir á stöplum og gengið frá rampi upp á gólfið í báðum endum.