Systkinahljómsveitin Blood Harmony heldur tónleika í Eyvindartungu á Laugarvatni í kvöld kl. 20 auk þess að koma fram á tónleikum með hljómsveitunum Brek og Hank, Patty and the Current í Iðnó sunnudaginn 21

Systkinahljómsveitin Blood Harmony heldur tónleika í Eyvindartungu á Laugarvatni í kvöld kl. 20 auk þess að koma fram á tónleikum með hljómsveitunum Brek og Hank, Patty and the Current í Iðnó sunnudaginn 21. júlí kl. 20.30. Blood Harmony skipa Örn, Ösp og Björk Eldjárn. Nafn sveitarinnar vísar í „hugtak sem notað er þegar fjölskyldumeðlimir syngja saman og samhljómurinn er slíkur að erfitt er að greina hver syngur hvað“, segir í tilkynningu frá sveitinni. Þau hafa nú þegar gefið út fjögur lög og stefna að útgáfu plötu síðar á árinu. Miðar fást á tix.is.