Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í vikunni út árlegt álit sitt á íslensku efnahagslífi. Í skýrslu sjóðsins er út af fyrir sig fátt nýtt og sumt jafnvel sérkennilegt, en greining hans virðist þó í heildina nokkuð nærri lagi og þar má finna ábendingar sem ástæða er til að hlusta á.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í vikunni út árlegt álit sitt á íslensku efnahagslífi. Í skýrslu sjóðsins er út af fyrir sig fátt nýtt og sumt jafnvel sérkennilegt, en greining hans virðist þó í heildina nokkuð nærri lagi og þar má finna ábendingar sem ástæða er til að hlusta á.

Í álitinu kemur til að mynda fram að spá um ríkisútgjöld sé áfram of há, sem stafi að hluta til af því að ríkið hafi ekki undið ofan af öllum farsóttartengdum útgjöldum.

Sérkennilegt er að nú, þegar liðið er á seinni hluta árs 2024, skuli ríkisvaldið enn hanga á útgjöldum vegna farsóttar sem geisaði fyrir þremur til fjórum árum, ekki síst þegar haft er í huga að ástæða er til að ætla að óþarflega harkalega hafi verið brugðist við henni á þeim tíma.

Af tilkynningu fjármálaráðuneytisins um álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má sjá að þar á bæ hafa menn meðtekið þessi skilaboð. Það skiptir máli og verður vonandi til þess að fjármálaráðherra grípi til þeirra aðgerða í næsta fjárlagafrumvarpi sem duga til að vinda ofan af útgjaldaaukningunni.

Vissulega verður freistingin áfram fyrir hendi að moka úr ríkiskassanum, en sú freisting er meðal þeirra sem afar áríðandi er að standast. Fjármálaráðherra hefur gullið tækifæri í haust til að sýna að hann sé þessum vanda vaxinn.