Sævar Sigurgeirsson yrkir á Boðnarmiði: Ég reyndi að keyra’ yfir Rangá, sem reyndist svo víst vera Langá, svo áin var röng og andskoti löng, sem auðvitað skrifast á vangá. Saumarvísa eftir Ingólf Ómar Ármannsson: Faldi skærum sveipast sær, sólin hlær og guðsrödd talar

Sævar Sigurgeirsson yrkir á Boðnarmiði:

Ég reyndi að keyra’ yfir Rangá,

sem reyndist svo víst vera Langá,

svo áin var röng

og andskoti löng,

sem auðvitað skrifast á vangá.

Saumarvísa eftir Ingólf Ómar Ármannsson:

Faldi skærum sveipast sær,

sólin hlær og guðsrödd talar.

Laufið bærir ljúfur blær,

lindin tær við blómin hjalar.

Indriði Aðalsteinsson talar um, að það sé „tuttugu stiga hiti og fluga“, – „þegar blóðflugan lætur svona er eini kosturinn að forða sér í hús“:

Nú er sól og sunnanátt,

sveimi vex þá dugur,

og nú suða heldur hátt,

hundrað þúsund flugur.

Höskuldur Búi Jónsson bætir við:

Fegurðin er fuglamergð um flóa'og haga,

og flugusuð um sumardaga.

Bjarni Jónsson segist hafa rekist á „fegursta blómið í dag“:

Dýragrasið smærra en smátt

smíði huldumanna

fágætt er og blárra en blátt

barmskraut öræfanna.

Tígrisköttur – Sturla Friðriksson þýðir úr ensku:

Það er brosandi kona frá Kletti,

sem kom sér á bak tígrisketti.

Svo snéru þau við.

Hún í kattarins kvið,

en kisa með brosið á smetti.

Jón Jónsson frá Gilsbakka í Skagafirði kvað um Símon Dalaskáld:

Hneyksli og synd í heimsins glaum

hygg ég Símon efli.

Fyrir lífsins flökkustraum

flýtur hann eins og kefli.

Og enn kvað Gilsbakka-Jón:

Stakki rúinn ráðsnilldar,

rakki nú sem blauður,

frakka búinn forsmánar

flakkar þú um hauður.

Gylfi Ólafsson vísar í frétt Vísis þar sem segir frá því að hvítir, gráir og svartir bílar séu 80% allra nýskráðra bíla. Gunnar Smári Egilsson segir þessa hjarðhegðun hægt að rekja til einstaklingshyggju nýfrjálshyggjunnar:

Dauðakúltúrinn vantar vit,

og vítislogar brenna.

Allir bílar í einum lit?

Einstaklingshyggjunni að kenna!

¶Ég veit þú kannt að meta mig,¶maðurinn þorskafróði.¶Ég er stór og stæðilig;¶stimplaðu mig nú, góði!¶Gísli Ólafsson kvað:¶Á gleðifundum oft fær eyðst¶allt, sem lund vill baga.¶Mér hefur stundum líka leiðst¶lífsins hundaþvaga.¶Þingvísa eftir Eirík Einarsson frá Hæli:¶Þeir sem eiga á þingi sess¶og þurfa að éta¶verða að beygjast eins og S¶en ekki Z.¶Eiríkur Sverrisson yrkir um kvenhollan prest:¶Sóma grennir klæddur kjól,¶– kannast menn við glópinn –¶augum rennir oft af stól¶yfir kvennahópinn.¶Öfugmælavísan.¶Farðu og gakktu fótalaus,¶fleygðu steini án handa,¶talaðu maður tungulaus,¶taktu úr dauðum anda.¶Halldór Blöndal