Markaður Ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi á síðasta ári.
Markaður Ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi á síðasta ári. — Morgunblaðið/Jim Smart
Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir leigubílaþjónustuna þurfa að stíga meira inn í nútímann og hætta að kalla eftir því að markaðurinn fari í sama far og var áður en ný leigubifreiðalög voru tekin upp

Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir leigubílaþjónustuna þurfa að stíga meira inn í nútímann og hætta að kalla eftir því að markaðurinn fari í sama far og var áður en ný leigubifreiðalög voru tekin upp. Hann segir það vera í höndum aðila á leigubílamarkaðnum að hlusta á markaðinn og á það sem hann segir. Þá geti þeir reynt að koma með lausnir sem tryggja þeim áfram góða stöðu á markaðnum.

Um hvernig hann myndi vilja sjá lögin endurskoðuð segir hann að ekki þurfi að taka stór skref í frjálsræðisátt en ekki ætti að taka skref til baka heldur. Segir hann að þau vandamál sem upp hafa komið í kjölfar nýju laganna verði ekki leyst með fjöldatakmörkunum. Þess í stað þurfi að beita lögum.

„Ég hef nákvæmlega ekkert á móti því að ríkisvaldið beiti sínum úrræðum til þess að koma í veg fyrir óeðlilega viðskipahætti,“ segir Pawel og bætir við:

„Ríkisvaldið þarf náttúrulega að beita sinni sleggju af öllum þunga til að geta komið í veg fyrir allt slíkt svo að heiðarlegt fólk geti staðið í sínum viðskiptum. En við eigum að gera það með því að beita lögum en ekki endilega beita fjöldatakmörkunum sem leiðum að því markmiði.“ » 38