40 ára Ólafur Thors ólst í vesturbæ Reykjavíkur. Hann fór snemma að æfa fótbolta, en ekki þó með hverfisliðinu KR. „Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjó fjölskyldan í miðbænum og eldri bræður mínir fóru í Val og ég vildi fara í sama lið og þeir.“ Ólafur útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands en í miðju meistaranámi fékk hann atvinnutilboð og fór að starfa hjá íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla sem bjó til spurningaappið QuizUp. Núna vinnur hann hjá Íslandsbanka í markaðsmálum og er þar að auki umboðsmaður fyrir tónlistarmanninn Aron Can. Ólafur segir helstu áhugamálin vera tónlist og allt grín. „Svo er ég kominn í stjórn knattspyrnudeildar Vals núna, enda Valshjartað alltaf á sínum stað.“
Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Heiða Lind Garðarsdóttir, f. 1988. Hún starfar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þau eiga börnin Hörpu Sóleyju Thors, f. 2010, og Fannar Thors, f. 2016, og búa í Garðabæ.