Hlustendur K100 tjáðu sig um hvaða sumarlega lykt þeim finnst best þegar þau Þór Bæring og Kristín Sif opnuðu fyrir símann í morgunþætti sínum. „Mér hefur alltaf fundist besta lyktin vera af nýslegnu grasi,“ sagði sá fyrsti sem hringdi…
Hlustendur K100 tjáðu sig um hvaða sumarlega lykt þeim finnst best þegar þau Þór Bæring og Kristín Sif opnuðu fyrir símann í morgunþætti sínum.
„Mér hefur alltaf fundist besta lyktin vera af nýslegnu grasi,“ sagði sá fyrsti sem hringdi inn og voru Þór og Kristín sammála um að sú lykt væri einstaklega sumarleg.
Kristín rifjaði þá upp að hafa farið í Hreppslaug þegar hún var lítil og deildi með hlustendum hvernig lyktin, sem var einhvers konar blanda af klóri og hlýju veðri, minni á góða tíma. Hægt er að hlusta á Ísland vaknar á K100.is.