Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Bjerringbro/Silkebro. Guðmundur fagnaði 22 ára afmæli sínu í gær. Hann hefur verið einn besti leikmaður Hauka undanfarin tvö ár, en þar á undan gerði hann góða hluti sem lánsmaður hjá Aftureldingu
Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Bjerringbro/Silkebro. Guðmundur fagnaði 22 ára afmæli sínu í gær.
Hann hefur verið einn besti leikmaður Hauka undanfarin tvö ár, en þar á undan gerði hann góða hluti sem lánsmaður hjá Aftureldingu. Guðmundur hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár, en hann getur leikið sem miðjumaður og skytta.