Knattspyrnumaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson er að ganga til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Sandefjord. Nettavisen í Noregi greinir frá en hann kemur til norska liðsins frá Patro Eisden í belgísku B-deildinni
Knattspyrnumaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson er að ganga til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Sandefjord. Nettavisen í Noregi greinir frá en hann kemur til norska liðsins frá Patro Eisden í belgísku B-deildinni. Sandefjord er í neðsta sæti norsku deildarinnar með 13 stig eftir 15 leiki en það eru aðeins fjögur stig upp í niunda sætið. Stefán er uppalinn hjá Breiðabliki og var magnaður fyrri hluta tímabilsins með Kópavogsliðinu í fyrra áður en hann fór til Belgíu.